Menntunarsjóður

 Upphaf Menntunarsjóðsins  
Á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2012, var formlega gengið frá stofnun Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og byggðist stofnun hans á stofnframlagi Elínar Storr. Sjóðurinn á því 11 ára starfsafmæli  í ár, 2023.

Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Í starfi okkar fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur höfum við kynnst fjölda hæfileikaríkra kvenna sem þurfa að leita til nefndarinnar sökum bágs efnahags en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér meiri menntunar. Sjóðnum er ætlað að styrkja þessar konur til þess að sækja þá menntun sem þær kjósa.

Fjármögnun
Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins má verja vöxtum af höfuðstólnum, ásamt fé sem safnast í sjóðinn, til að styrkja konurnar.

Frjáls framlög eru þegin með kærum þökkum: 
Banki: 515-14-407333
Kennitala: 660612-1140

Einnig er hægt að styrkja sjóðinn með mánaðarlegum framlögum.  Menntunarsjóðurinn er á almannaheillaskrá Skattsins og því geta styrkaraðilar (einstaklingar og fyrirtæki) fengið framlög til sjóðsins frádráttarbær frá tekjuskattstofni og lækkað skatta sína ásamt því að styrkja gott málefni. Framlög gefin frá 1. nóvember 2021 eru frádráttarbær frá skatti. 

Stjórn
Í stjórn Menntunarsjóðsins sitja Guðríður Sigurðardóttir, formaður, Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, meðstjórnandi, Áslaug Ágústsdóttir, gjaldkeri,  Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, ritari, og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru þær Anna Sigrún Baldursdóttir  og  Sigrún Katrín Sigurjónsdóttir.

Umsóknir
Í maí ár hvert er auglýst eftir umsóknum fyrir komandi skólaár. Minnum fyrri styrkþega á að sækja þarf um styrk ár hvert. 
Sjóðurinn veitir konum námsstyrki til fagnáms, starfsréttindanáms, framhaldsskólanáms og háskólanáms.

Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt fylgigögnum má senda á netfangið: [email protected].

Mæðrablómið

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur efnir til sérstaks átaks til að afla sjóðnum tekna með sölu Mæðrablóms í tengslum við mæðradaginn; annan sunnudag í maí. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á fréttasíðu Menntunarsjóðsins og upplýsingar og myndir birtast á Facebook-síðu sjóðsins.

Hönnuðir hafa lagt Menntunarsjóðnum lið með því að gefa vinnu sína við hönnun Mæðrablómsins.

 

  • Árið 2012 var fyrsta blómið gert fyrir sjóðinn og þá hannaði fatahönnuðurinn  Steinunn Sigurðardóttir,  fallegt rautt mæðrablóm sem sjálfboðaliðar framleiddu undir hennar stjórn. 
  • Árið 2013 tilnefndi Steinunn Snæfríð Þorsteins, hönnuð, til að taka við keflinu og hannaði Snæfríð sérstaklega fallegt mæðrablóm úr pappír. Aftur lögðu sjálfboðaliðar fram krafta sína og útbjuggu blómið undir hennar stjórn.
  • Árið 2014 var farin sú leið að mæðrablómið var lifandi rós sem seld var í Kringlunni.
  • Árið 2015 er mæðrablómið hannað af TULIPOP og er það blómaknúppur og kúlur sem prýða lyklakippu sem merkt er Mæðrablóm.
  • Árið 2016 er mæðrablómið, sem TULIPOP hannaði, prentað á fjölnota innkaupapoka sem nota má á margan hátt. 
  • Árið 2017 var ákveðið að selja í Kringlunni og í Heimkaupum það sem eftir var af þeim blómavörum sem Menntunarsjóðurinn hafði látið framleiða árin áður.
  • Árið 2018 var mæðrablómið  í formi Leyniskilaboðkerta,  hannað af Þórunni Árnadóttur.
  • Árið 2019 var mæðrablómið aftur Leyniskilaboðkerti og í annað sinn gaf Þórunn Árnadóttir, hönnuður, vinnu sína.
  • Árið 2020 var mæðrablómið í þriðja sinn Leyniskilaboðakerti, og gaf Þórunn Árnadóttir, hönnuður, enn og aftur alla sína vinnu.
  • Árið 2021 var mæðrablómið í fjórða sinn Leyniskilaboðkerti, og gaf hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir enn alla sína vinnu. 
  • Árið 2022 var mæðrablómið enn og aftur Leyniskilaboðakerti, hönnuð af Þórunni Árnasdóttur sem gaf alla sína vinnu.
  • Árið 2023 var Mæðrablómið í sjötta sinn Leyniskilaboðakerti, hönnuð af Þórunni Árnadóttur sem likt og fyrr gaf alla sína vinnu.

 

Styrktaraðilar

Leitast er við að afla Menntunarsjóðnum stuðningsaðila og hafa eftirtaldir lagt sjóðnum lið með fjárframlögum, efni og vinnu, og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir:

 

  • Blómaval í samvinnu við Blómabændur seldi sérstaka mæðrablómavendi á Mæðradaginn 2012, 2013, 2014 og 2015
  • Hanna Sigríður Smáradóttir
  • Nafnlaus hópur vinkvenna
  • Til minningar um Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi skólastjóra.
  • Íslandsbanki
  • Landsbankinn samfélagssjóður
  • Prentsmiðjan Ísafold
  • Rio Tinto Alcan og starfsmenn en þeir gáfu sjóðnum ágóða af söfnunarstarfi sínu. 
  • Sigurboginn gaf ágóðann af mæðgnakvöldi í versluninni. 
  • Skipti 
  • Snæfríð Þorsteins
  • Steinunn Sigurðardóttir
  • Twill vefnaðarvöruverslun
  • Thorvaldsensfélagið
  • Sorpa
  • Góði hirðirinn
  • HB Grandi hf
  • Klapparás ehf
  • Bláfugl ehf
  • Beiersdorf ehf
  • EFLA 
  • Attentus
  • ​Árbæjardeild Soroptimista
  • Kvika banki
  • Zontaklúbburinn Embla
  • Samhentir Kassagerð
  • Valitor
  • Sýn
  • Art Werk
  • Virk starfsendurhæfing
  • Íslenska útflutningsmiðstöðin
  • Húsasmiðjan ehf
  • Minimum ehf
  • Landsvirkjun samfélagssjóður
  • Faxaflóahafnir
  • Steypustöðin ehf
  • Íslensk erfðagreining ehf
  • Íslenska gámafélagið ehf
  • Marel Iceland ehf
  • Eyrir Invest hf
  • Arion banki hf
  • Delotte Ísland
  • Skeljungur
  • Samfélagssjóður HS Orku
  • Ásamt mörgum fleirum sem hafa gefið nafnlaust í sjóðinn.

 

Share by: